29. ágúst. 2006 09:12
Einu sinn enn hafa bæjaryfirvöld á Akranesi neyðst til þess að fresta vígslu fjölnotaíþróttahússins á Jaðarsbökkum sem nýlega hlaut nafnið Akraneshöllin. Eins og marg oft hefur komið fram í Skessuhorni var upphaflega stefnt að vígslu hússins í vor og í fyrstu voru nefndar dagsetningar í maí. Síðar var stefnt að vígslu 17. júní og enn síðar 8. júlí. Fyrir tveimur vikum var tekin ákvörðun um að stefna að vígslu hússins þann 2. september og skipaði bæjarráð Akraness undirbúningsnefnd fyrir vígsluathöfnina.