Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2006 04:56

Segir formann BSRB hafa hótað fjölmiðlaumfjöllun

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir Ögmund Jónasson alþingismann og formann BSRB hafa hótað að ef Snæfellsbær dragi ekki til baka uppsagnir sex starfsmanna við íþróttahús bæjarins þá myndi hann fara með málið í fjölmiðla og það myndi ekki verða þægilegt fyrir Snæfellsbæ. Þetta kom fram í bókun bæjarstjóra á fundi bæjarráðs í gær er fjallað var um bréf frá Mörkinni lögmannsstofu f.h. BSRB vegna uppsagnanna.  Eins og fram kom í frétt Skessuhorns fyrir skömmu hefur BSRB nú stefnt Snæfellsbæ vegna uppsagnanna.

 

Í bókun bæjarstjóra kemur fram að umræddur fundur hafi verið haldinn þann 4. júlí og þar hafi verið farið ítarlega yfir ástæður uppsagnanna. „Ég verð að játa það að umrædd hótun gekk alveg fram af mér það sem hún kom frá jafn reyndum manni í félagsmálum og formaður BSRB er.  Ég spurði hann hvaða tilgangi það þjónaði að fara með málin í fjölmiðla, þá svaraði hann því til að ég hefði heyrt það sem hann hefði sagt og hann væri búinn að vara mig við,“ segir orðrétt í bókun bæjarstjóra.

 

Á fundi bæjarráðs í gær lagði Gunnar Örn Gunnarsson fram tillögu um að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka „um leið og starfsmennirnir verða beðnir afsökunar á þeim hörmungum sem þeira hafa orðið fyrir,“ eins og sagði orðrétt í tillögunni. Tillagan Gunnars Arnar var felld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is