30. ágúst. 2006 02:19
Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur ákveðið á styrkja unglingastarf SÁÁ um 100 þúsund krónur. Í samþykkt stjórnarinnar kemur fram að félagið telji sér það skylt að styðja unglingastarfið enda hafi tugir einstaklinga á félagssvæðinu átt um sárt að binda sökum ofneyslu áfengis eða fíkniefna og notið aðstoðar og hjálpar SÁÁ.