Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. ágúst. 2006 05:00

Tvö tilboð bárust í sorphirðu á Snæfellsnesi

Tvö tilboð bárust í sorphirðu og rekstur gámasvæðis á Snæfellsnesi en tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í dag. Annars vegar barst tilboð frá Íslenska gámafélaginu ehf. og hins vegar frá Gámaþjónustu Vesturlands ehf. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum þarf að umreikna tilboðin og því liggur ekki ljóst fyrir um hvort tilboðið er hagstæðara fyrr en eftir nokkra daga.

 

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni bauð Ríkiskaup verkið út fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Snæfellsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og er þetta í fyrsta skipti sem sveitarfélögin bjóða sorphirðuna út sameiginlega. Fram að þessu hafa sveitarfélögin hvert í sínu lagi sinnt sorphirðunni og til dæmis hefur Stykkishólmsbær verið með samning við Íslenska gámafélagið ehf. um sorphirðu sem rennur hann út 1. maí 2007.

 

Öll áðurnefnd sveitarfélög, ásamt öðrum sveitafélögum á Vesturlandi,  eru eigendur að Sorpurðun Vesturlands hf. sem sér um móttöku, urðun og förgun sorps. Félagið á jörðina Fíflholt á Mýrum þar sem rekinn er urðunarstaður. Þangað er flutt allt sorp frá sveitarfélögunum sem heimilt er að urða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is