Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2006 07:30

Mikil fækkun smábáta á nýliðnu fiskveiðiári

Símon M. Sturluson, formaður  Snæfells – félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi, segir að miklar breytingar hafi orðið í útgerð á nýafstöðnu fiskveiðiári, handfærabátar séu að leggjast af og megnið af kvótanum sé komið á stóra línubáta. Þeir séu ekki eins bundnir heimahöfn og minni bátarnir og geti farið hvert á land sem er, enda komnir markaðir víðast hvar. Á Snæfellsnesi hefur smábátum fækkað úr 140 árið 2004 í 117 á síðasta ári. Heildarfjölda báta á landinu fækkaði úr 1063 í 898, eða um 165. Það er því mikil samþjöppun á veiðiheimildum.

 

 

 „Þetta er ekki nógu góð þróun. Þetta var svo mikið basl síðustu tvö árin að margir gáfust upp, þar á meðal ég,” segir Símon, en hann er hættur í útgerð og farinn að vinna sem verktaki. Af því tilefni mun hann láta af starfi sem formaður Snæfells á næsta aðalfundi sem verður haldinn í lok september eða byrjun október.

 

Símon segir hins vegar að árið í ár hafi verið mjög gott. „Verðið var allt annað og betra en í fyrra, allt að því 40% hærra núna. Gengismálin hafa þar áhrif en svo er að verða æ meiri eftirspurn eftir fiski veiddum á vistvænan hátt. Kaupendur gera kröfu um að fá besta fiskinn og hann kemur klárlega frá smábátunum. Menn eru því bjartsýnir núna og loksins farnir að sjá ljósið.”

 

Símon segir að allur kvóti hafi veiðst og vel það og bendir á þá staðreynd að krókabátar hafi veitt mun meira af ýsu nú en í fyrra. Krókabátarnir veiddu sem svarar til 23% af heildaraflanum í ýsu eða 22.146 tonn, en veiddu í fyrra 15.944 tonn af ýsu. Úthlutaðar fiskveiðiheimildir á árinu samsvöruðu 15% af heildarafla og því er ljóst að mikill tilflutningur hefur átt sér stað á aflaheimildum úr aflamarkskerfinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is