Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2006 08:40

Tvær íkveikjur á Akranesi upplýstar

Lögreglan á Akranesi hefur nú upplýst tvær af þeim íkveikjum sem orðið hafa á Akranesi í sumar. Eins og Skessuhorn hefur greint frá var íkveikjufaraldur á Akranesi í sumar. Í júní kom upp eldur í brettastæðu við Sementsverksmiðjuna, kveikt var í við birgðageymsluhús Olís nokkru síðar,  í byrjun júlí brann áhaldahús vinnuskólans til kaldra kola og í byrjun ágúst var kveikt í húsi Síldarmjölsverksmiðjunnar á Akranesi.

 

 

Jón Sigurður Ólason yfirlögregluþjónn á Akranesi sagði í samtali við Skessuhorn að sömu aðilar hefðu verið að verki í tveimur brunum, annars vegar áhaldahúsinu og hins vegar húsi Síldarmjölsverksmiðjunnar. Hann staðfesti að það væru þeir sömu og voru grunaðir um verknaðina fyrr í mánuðinum, en þá fékkst ekki staðfesting á því að þeir væru hinir seku. Jón Sigurður segir að um óvitaskap sé að ræða. Þetta séu strákpjakkar sem hafi ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins. Þessir tveir brunar teljast nú upplýstir að fullu. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki í íkveikjunum við Sementsverksmiðjuna og birgðargeymslu Olís.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is