Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2006 09:00

Aðeins tveir markaðssunnudagar eftir

Í gamla sláturhúsinu við Laxá í Leirársveit hefur verið opinn alla sunnudaga í sumar sveitamarkaður en nú fer að líða að fríi markaðarins. Tveir markaðssunnudagar eru eftir og eru það sunnudagarnir 3. og 10. september nk. Dagar markaðarins eru þó ekki allir taldir því stefnt er að opnun hans aftur undir lok nóvember og þá verður væntanlega settur á fót jólamarkaður.

 

„Á sveitamarkaðinum hefur verið boðin til sölu heimaframleiddur varningur af ýmsu tagi, matvara, fatnaður, handverk, skartgripir, jurtakrem og skrautmunir og þar hefur verið að finna varning sem hvergi er á boðstólum annars staðar,” sagði Jóhanna Harðardóttir bóndi í Hlésey við Hvalfjörð.  

 

Sveitamarkaðurinn hefur verið mjög vel sóttur í sumar að hennar sögn, stemningin sem skapast hefur við sölubásana og kaffihúsið sem starfrækt er í kjallaranum og býður upp á heimabakað bakkelsi hefur verið mjög skemmtileg að sögn Jóhönnu. Hún segir markaðinn hafa orðið til þess að margir ferðalangar hafi nú staldrað við bakka Laxár og gefið sér tíma til að kynnast staðnum, fólkinu og verkum þess, sem annars hafa ekið í gegnum sveitarfélagið án þess að stoppa. Þá hafa margir heimamenn sótt markaðinn reglulega til að skoða nýjungar í básunum eða fá sér hátíðarkaffi. „Markaðurinn er kærkomið nýtt lífsmark í Hvalfjarðarsveit og er vonandi kominn til að vera,” sagði Jóhanna að lokum.

 

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur kjötsalurinn í gamla sláturhúsinu að Laxá verið vel nýttur undir sveitamarkaðinn á sunnudögum í sumar sem og aðrir hlutar hússins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is