Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2006 11:29

Stefnt á virkara markaðsstarf vegna skemmtiferðaskipa

Grundfirðingar stefna á virkara markaðsstarf til þess að laða fleiri skemmtiferðaskip til bæjarins en í sumar komu tíu skip þangað. Þetta kemur fram í umfjöllun um komur skemmtiferðaskipa til landsins á vef samgönguráðuneytisins. Sigríður Finsen forseti  bæjarstjórnar, segir í samtali við vefinn að eftir stækkun á hafnaraðstöðu hafi stærri skip viðdvöl með fleiri farþega. Hún segir þau ýmist dvelja í 4-5 tíma eða daglangt og farþegar komi margir hverjir í land og fari í ferðir um Snæfellsnes.

 

Aðrir gangi um bæinn og nágrennið og segir hún það mjög misjafnt eftir aldri farþega og frá hvaða löndum þeir eru hversu miklum fjármunum þeir kjósa að verja í landi.

 

Tekjur hafnarinnar vegna þjónustu við skemmtiferðaskipin er um tvær milljónir króna. og unnt sé að taka við fleiri skipum og hafi hafnaryfirvöld einu sinni sótt ferðakaupstefnu á Flórída þar sem saman koma allir þeir sem eitthvað kveður að í þessum hluta ferðamennskunnar. Segir Sigríður ætlunina að taka virkari þátt í markaðsstarfi til að laða að fleiri skip.

 

Á myndinni má sjá skemmtiferðaskip sem kom til Grundarfjarðar í síðasta mánuði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is