Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2006 01:00

Færeyska lögþingið samþykkir „sölu“ Barsskor til Akraness

Færeyska Lögþingið hefur samþykkt formlega sölu á strandferðaskipinu Barsskor til Akraness fyrir eina færeyska krónu. Fulltrúar frá Akranesi og Faxaflóahöfnum halda til Færeyja um helgina og kanna ástand skipsins. Verður það tekið í slipp og ef ekkert óvænt kemur uppá mun því verða siglt heim. Þetta fornfræga skip mun því öðlast nýtt líf á fornum slóðum.

 

 

Eins og fram kom í Skessuhorni í vor sendi Akraneskaupstaður kauptilboð að upphæð ein færeysk króna í strandferðaskipið Barsskor sem gert hefur verið út frá Klakksvík. Tilboðinu var tekið með fyrirvara um samþykki Lögþings Færeyja. Skipið var smíðað á Akranesi árið 1929 og er 17,75 metrar að lengd og 4,24 metrar að breidd og hét þá Höfrungur og var í eigu Haraldar Böðvarssonar þar til hann slitnaði frá bryggju í Lambhúsasundi 1946 og rak upp í kletta. Gert var við skipið og það selt til Færeyja. Í Færeyjum var skipið notað til flutninga á pósti og farþegum til og frá Klakksvík. Fyrir nokkru síðan lauk það hlutverki sínu og hefur síðan legið í höfninni í Klakksvík.

 

Fyrir nokkru samþykkti Lögþingið tilboðið formlega og því ekkert því til fyrirstöðu að skipið haldi heim. Þar sem skipið er komið nokkuð til ára sinna vilja kaupendur hafa vaðið fyrir neðan sig og því halda fulltrúar frá kaupendum til Færeyja um helgina og þeirra fyrsta verk verður að kanna raunverulegt ástand skipsins og verður það tekið í slipp.

 

Að sögn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar formanns menningarmála- og safnanefndar Akraness mun niðurstaða skoðunarinnar ráða því hvort Akraneskaupstaðar tekur við skipinu. Hann skoðaði það sjálfur á dögunum og á ekki vona á öðru en af kaupum verði.

 

Auk Magnúsar Þórs halda til Færeyja lóðsarnir Júlíus Víðir Guðnason og Jón Sigurðsson frá Faxaflóahöfnum og einnig fer skoðunarmaður frá Siglingastofnun. Ef af heimsiglingunni verður munu þessir menn vinna við að mála skipið og gera það sjóklárt fyrir heimsiglingu. Magnús Þór segir veðurspá hagstæða og því nauðsynlegt að hafa hraðar hendur þar sem veður geta gerst válynd nú þegar haustið sígur að.

 

Áhöfn skipsins á heimsiglingunni verður ekkert slor. Skipstjóri verður Þorvaldur Guðmundsson fyrrverandi skipstjóri á Akraborg. Auk hans verða í áhöfn lóðsarnir tveir sem áður eru nefndir og skipherrann á Jóni forseta AK Gísli Gíslason, sem einnig er framkvæmdastjóri Faxaflóahafna, sem greiða kostnað af heimsiglingu skipsins. Þá verður Magnús Þór í áhöfn skipsins en hann er sem kunnugt er fiskifræðingur að mennt.

 

Skessuhorn mun að sjálfsögðu fylgjast með þróun mála næstu daga og fylgja nákvæmar fregnir af heimsiglingunni, ef af henni verður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is