Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2006 05:45

Höfrungsmenn nauðlentu í Björgvin

Mennirnir, sem héldu á föstudaginn áleiðis til Færeyja til þess að sækja strandferðaskipið Barsskor, áður Höfrung AK, voru meðal farþega í þotu sem nauðlenti á flugvellinum í Björgvin í Noregi gærkvöldi. Lendingin gekk slysalaust fyrir sig og mennirnir komust til Færeyja nótt.

 

 

Eins og sagt var frá í Skessuhorni á dögunum héldu fulltrúar Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna áleiðis til Færeyja til þess að kanna ástand strandferðaskipsins Barsskor sem Lögþingið í Færeyjum hefur samþykkt að selja Akurnesingum fyrir eina krónu. Skipið var smíðað á Akranesi og hét áður Höfrungur. Ferðin til Færeyja var ekki tíðindalaus. Haldið var til Kaupmannahafnar þaðan sem taka átti vél til Færeyja. Vegna seinkunar á fluginu til Kaupmannahafnar misstu mennirnir af flugi sínu til Færeyja á föstudag. Á laugardag var síðan haldið áleiðis til Færeyja með þotu frá færeysku flugfélagi.

 

Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður og formaður menningarmála- og safnanefndar Akraness segir að þegar vélin hafi átt skammt eftir til Færeyja hafi verið tilkynnt að vegna bilunar í vængbörðum vélarinnar yrði að hætta við lendingu þar sem flugbrautin væri of stutt því þegar vængbörð virka ekki sem skyldi þarf eingöngu að treysta á bremsur hjólanna og því þarf lengri braut. Haldið var þá áleiðis til Stavanger. Ekki þótti ráðlegt að lenda þar og var að lokum haldið til Björgvin þar sem flugbrautir þar eru lengri en í Stavangri. Að sögn Magnúsar Þórs var mikill viðbúnaður við lendingu vélarinnar sem tókst giftusamlega. Hann segir farþega í raun ekki hafa gert sér grein fyrir alvarleika málsins fyrr en eftir lendingu þegar viðbúnaður slökkviliðs og annars björgunarliðs kom í ljós. Það hafi óneitanlega verið óvenjuleg lífsreynsla að sjá flugstjóra vélarinnar koma aftur í farþegarýmið á flugi til þess að athuga ástand vængbarðanna. Önnur þota var send eftir farþegunum og lenti hún heilu og höldnu í Færeyjum í nótt.

 

Af Barsskor er það að frétta að skipið er komið í slipp í Klakksvík og þessa stundina kanna Skagamennirnir ástand þess.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is