Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2006 08:16

Einn deildarstjóri æskulýðsmála í Arnardal og Hvíta húsinu

Einn deildarstjóri er nú við störf að æskulýðsmálum í Arnardal og Hvíta húsinu á Akranesi en áður voru deildarstjórarnir tveir í einu og hálfu stöðugildi. Bæjarráð Akraness samþykkti þessa breytingu tímabundið í kjölfar þess að Elínborg Halldórsdóttir starfsmaður Hvíta hússins sagði upp störfum nýverið. Heiðrún Janusardóttir sem áður var deildarstóri Arnardals er nú yfir báðum stöðunum og sér um dagskrá beggja húsanna.

 

„Með þessu sparast nokkrir fjármunir og það dregur úr stjórnunarkostnaði. Þeir fjármunir sem sparast nýtast til æskulýðs- og fræðslustarfa og ég trúi því að starfsemin muni styrkjast við sameingu þessara tveggja starfa,” sagði Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs Akraneskaupstaðar í samtali við Skessuhorn.  

 

Arnardalur verður áfram rekinn sem  félagsmiðstöð fyrir unglinga en í Hvíta húsinu er nú söngskóli, danshópur er þar með æfingaaðstöðu, hugsanlegt er að einhverjir klúbbar Nemendafélags Fjólbrautaskóla Vesturlands á Akranesi komi til með að nýta húsið undir sitt starf og segir Helga húsið opið fyrir alla sem vilja koma þangað inn með námskeið eða aðra tengda starfsemi.  „Ég vona  að sem mest líf verði í húsunum í vetur og að allir hafi gaman af”  sagði Helga að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is