Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2006 11:20

Opið hús hjá MS í Búðardal

Síðastliðinn laugardag var opið hús hjá mjólkurstöðinni í Búðardal. Mjólkurframleiðendum, íbúum svæðisins, starfsmönnum MS um allt land og fjölskyldum þeirra gafst þar kostur á að kynna sér starfsemi fyrirtækisins frá klukkan 12-16. Skoðunar- og kynnisferðir voru farnar undir leiðsögn og framleiðsluvörur kynntar. Að því loknu voru bornar fram veitingar þar sem Gunnar Björnsson kokkur ásamt starfsliði grillaði ofan í mannskapinn af sinni alkunnu snilld. Lambakjöt úr héraði var á boðstólum ásamt sósum úr sýrðum rjóma og Feta osti á salatið, en Fetaostur er sem kunnugt er meðal framleiðsluvaranna í Búðardal.

 

Í eftirrétt var síðan boðið upp á ljúffenga skyrtertu. Utandyra gátu yngri gestir skemmt sér í tveimur hoppikastölum en innandyra var andlitsmálning í boði ásamt svaladrykkjum. Þar með gátu foreldrar notið þess í rólegheitum að rölta um hina fjölmörgu sali fyrirtækisins. Höfðu margir gesta á orði að stærð, umfang og fjölbreytni framleiðslunnar kæmu sér verulega á óvart.

 

Við brottför voru gestir leystir út með myndarlegum gjöfum. Fullorðna fólkið fékk bakpoka með alls kyns góðgæti og börnin fengu boli með auðkennisstöfum MS.

 

Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkurbússtjóri var að vonum ánægður með aðsóknina enda komu á fjórða hundrað manns, sem er að sögn Siguðar Rúnars mjög gott miðað við stuttan fyrirvara. Í samtali við fréttaritara Skessuhorns sagði hann meðal annars: “Það er gaman að gefa starfsmönnum hinna mjólkurstöðvanna möguleika á að koma og kynna sér starfssemina hér. Við leggjum metnað okkar í að vera með stöðuga vöruþróun og kappkostum að bjóða neytendum ávalt uppá fjölbreytta gæðavöru. Á sama hátt var gaman að fá heimamenn í heimsókn hingað til okkar, en MS er stærsti atvinnurekandinn í sveitarfélaginu með um 50 ársverk og því gríðarlega mikilvægt fyrirtæki fyrir Dalabyggð alla.” 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is