Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2006 02:29

Ræktunarsamband Mýramanna tekur í notkun kornþreskivél

Í gær vígði Ræktunarsamband Mýramanna kornþreskivél og kornvals sem sambandið festi nýverið kaup á. Þreskivélina fluttu Mýramenn inn frá Danmörku og er um að ræða notaða vél af gerðinni Claas, en kornvalsinn er nýr og kemur frá Finnlandi. Kornvalsinn getur auk hefðbundins hlutverks einnig blandað sýru saman við kornið. Með því móti eykst geymsluþol þess og auðveldar meltingu hjá neytendunum, þ.e. búfénaði.  

 

 

 

Að sögn Sigurðar Óla Ólasonar, bónda á Lambastöðum var þessi fjárfesting stórt skref Ræktunarsambandsins í átt til nútímans; kornþresking hafi alltaf verið aðkeypt á þessum slóðum og því kærkomið að geta leitað til síns eigin félags eftir slíkri þjónustu. Vélarnar verða leigðar út til bænda á svæði Ræktunarsambandsins, en að sögn bænda í félaginu kemur leiga á vélunum út fyrir svæðið einnig til greina.

 

Af tali manna við vígsluna má ráða að þroski korns nú í sumar væri um það bil einum mánuði síðar á ferðinni en í fyrra. „Það var byrjað á þreskingu á sumum bæjum í byrjun ágúst í fyrra en nú í ár eru bændur almennt að hefja uppskeruna í byrjun september, þar sem kornið fór ekki að spretta að neinu ráði fyrr en í hitunum í ágúst,” sagði Guðbrandur Guðbrandsson, bóndi á Staðarhrauni og formaður Ræktunarsambands Mýramanna í samtali við Skessuhorn. Þrátt fyrir að kornið á akrinum á Lambastöðum væri ekki alveg fullþroskað sagðist Sigurður Óli ekki þora að bíða með skurði þess lengur, það væri aðeins farið að leggjast og spáð væri rigningu á næstu dögum og því ekki eftir neinu að bíða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is