Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2006 12:30

Bílás og Eldvarnir reisa hús í nágrenni Bónuss

Bræðurnir Ólafur og Magnús Óskarssynir í Bílás og Böðvar Jóhannesson í Eldvörnum tóku á laugardaginn fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði fyrirtækjanna, sem rísa mun í nágrenni við Bónus, en húsið mun standa á Smiðjuvöllum 17 á Akranesi. Nýja húsið verður rúmlega 1000 fermetrar að stærð og er það stálgrindarhús frá Farmaco. Húsnæðið sem hýst hefur fyrirtækin að Þjóðbraut 1 mun verða rifið innan skamms og fer Bílasalan Bílás í sumarhús til bráðabirgða á Þjóðbraut 1 en Eldvarnir á Ægibrautina. Að sögn Ólafs Óskarssonar er vonast til þess að húsnæðið nýja verði tilbúið eftir hálft ár.

  

Byggingarstjóri hússins verður Sigvaldi Þórðarson og var hann mættur ásamt fjölskyldum Bílás bræðranna og Böðvars, velunnurum fyrirtækjanna, verktökum og öðrum sem að byggingunni koma á svæðið þegar félagarnir munduðu skóflurnar. Töldu þeir félagar, það  mikið lán fyrir Bónus að fá þá í nágrenni við þá og það væri gagnkvæmt. Á næstu dögum hefst jarðvegsvinna á lóðinni.

 

Á myndinni eru þeir Ólafur Óskarsson, Böðvar Jóhannesson og Magnús Óskarsson klárir með skóflurnar á laugardag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is