04. september. 2006 02:00
Síðastliðinn sunnudag veitti Símon Sturluson, formaður Snæfells – félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi, áhöfninni á Kristni SH 112 viðurkenningu fyrir hönd Landssambands Smábátaeigenda fyrir frábæran árangur á síðasta fiskveiðiári, en þá landaði hún 1.114 tonnum. Kristinn SH er 14.6 brúttótonna smábátur sem gerður er út á handbeitta línu. Á myndinni, sem tekin er við þetta tækifæri, má sjá Símon Sturluson formann Snæfells, veita áhöfninni, þeim Þresti Þorlákssyni, Þorsteini Bárðarsyni og Bárði Guðmundssyni, viðurkenninguna.