Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2006 05:13

Heitir hér eftir Háskólinn á Bifröst

Viðskiptaháskólinn á Bifröst var settur í gær. Miklar breytingar voru kynntar á starfi og skipulagi skólans, sú stærsta að skólinn skiptir um nafn, heitir nú Háskólinn á Bifröst. Með þessu er skólinn ekki lengur hefðbundinn sérskóli á háskólastigi með áherslu á viðskiptagreinar heldur háskóli sem býður upp á fjölbreytt nám. Skólinn mun hér eftir heita Bifröst University á ensku. Rúmlega 700 nemendur stunda nú nám við skólann í þremur háskóladeildum; viðskipta,- félagsvísinda- og lögfræðideild og að auki við frumgreinadeild, sem er undirbúningur undir háskólanám.

 

Þetta er í 89. sinn sem skólinn er settur, en hann var stofnaður árið 1918 sem Samvinnuskólinn í Reykjavík, varð Samvinnuskólinn á Bifröst árið 1955, Samvinnuháskólinn á Bifröst árið 1988, Viðskiptaháskólinn á Bifröst árið 2000 og nú Háskólinn á Bifröst.

 

Nokkrar breytingar hafi orðið undanfarið á skipulagi skólans, sem að hluta hafa áður verið kynntar í Skessuhorni. Tvær stöður; framkvæmdastjóri Viðskiptaháskólans og framkvæmdastjóri nemendagarða, voru lagðar niður. Þeirra í stað voru stofnaðar fjórar nýjar stöður sviðsstjóra; sviðsstjóri kennslu, sem Steinunn Eva Björnsdóttir gegnir, sviðsstjóri þjónustu sem Geirlaug Jóhannsdóttir gegnir, sviðsstjóri húsnæðis sem Guðrún Árnadóttir gegnir og Einar Sigurjón Valdemarsson er nýr sviðsstjóri fjármála.

 

Miklar hræringar hafa orðið í mannahaldi á Bifröst undanfarnar vikur og daga. Þann 24. ágúst lét Bernard Þór Bernhardsson af starfi deildarstjóra viðskiptadeildar, en þeirri stöðu hafði hann gegnt í rúmt ár. Við tók Magnús Árni Magnússon aðstoðarrektor. Seta hans í deildarforsetastóli var hins vegar skömm. Síðastliðinn miðvikudag sagði hann starfi sínu á Bifröst lausu þar sem hann hefur að sögn fengið spennandi atvinnutilboð. Í stað Magnúsar Árna hefur Bryndís Hlöðversdóttir nú verið ráðin aðstoðarrektor skólans. Bryndís hefur gegnt stöðu forseta lagadeildar á Bifröst frá því í ágúst á síðasta ári en þá lét hún af þingmennsku fyrir Samfylkinguna.

Þá hefur Bárður Örn Gunnarsson, markaðsstjóri einnig látið af störfum, auk þess sem fyrrgreindar framkvæmdastjórastöður voru lagðar niður og þeir Stefán Kalmansson og Þórir Páll Guðjónsson sem þeim gegndu hafa snúið til annarra starfa innan skólans.

 

Á fundi stjórnar skólans sl. fimmudag voru samþykktar breytingar á reglugerð sem ná yfir samþykktir skólans um ráðningarferli og ráðningartíma rektors. Var þar samþykkt að veita stjórninni beina heimild til að ráða rektor og semja við hann og reglur um ráðningarferli voru felldar niður. Stjórnin nýtti sér það strax og framlengdi samning við Runólf Ágústsson rektor um eitt ár, eða til 1. ágúst 2008.

 

Guðjón Auðunsson, formaður stjórnar skólans, sagði aðspurður í samtali við Skessuhorn að þegar fyrir lá að aðstoðarrektor myndi láta af störfum hafi ekki annað komið til greina en að framlengja samning Runólfs. Ótækt væri að missa tvo æðstu sjórnendurna á sama árinu. Guðjón segir að Háskólinn á Bifröst sé ekki opinber menntastofnun heldur þekkingarfyrirtæki og verði að lúta sömu lögmálum og fyrirtæki á markaði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is