05. september. 2006 09:35
Borgarfjarðarbrúinni verður lokað nú um klukkan 10:30 og að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er það vegna viðhaldsvinnu og væntanlega mun lokunin standa í um hálftíma. Brúnni verður einnig lokað á morgun um klukkan 11 af sama tilefni.