Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2006 10:46

Leikskólinn í Grundarfirði stækkar

Viðbygging við leikskólann Sólvelli í Grundarfirði hefur nú verið tekin í notkun og fer formleg vígsla hennar fram á fímmtudaginn. Að sögn Sigríðar Herdísar Pálsdóttur leikskólastjóra er hin nýja viðbygging 170 fermetrar að stærð og stór hluti hins 30 ára gamla húsnæðis hefur verið endurnýjaður. Má þar nefna að aðstaða yngstu barnanna og aðstaða starfsfólks hefur verið bætt og einnig hefur fataherbergi verið endurnýjað og stækkað. Leikskólinn Sólvellir er tveggja deilda leikskóli sem nú rúmar um 70 börn en fyrir breytingarnar máttu vera þar í vistun 38 börn.

 

 

„Þetta er alveg ótrúleg breyting og ég vil líkja þessu við að fara úr lítilli kjallaraíbúð í einbýlishús, svo mikil bylting er þetta fyrir alla, börnin, starfsfólkið og foreldra. Framkvæmdirnar tóku eitt ár og er það þakkavert hve allir voru þolinmóðir sem að leikskólanum koma á meðan þessu stóð” sagði Sigríður Herdís í samtali við Skessuhorn.

 

Leikskólinn er nú orðinn 440 fermetrar að stærð og að sögn Sigríðar Herdísar á hún ekki börn til að fylla skólann „ég auglýsi bara eftir börnum í leikskólann til okkar” segir hún í léttum dúr. Við leikskólann starfa tólf manns, þar af sex menntaðir leikskólakennarar og telur Herdís sig mjög vel mannaða því starfsfólk  hennar hafi langa starfsreynslu í faginu.

 

Þann 4. janúar á næsta ári eru mikil tímamót í sögu leikskólans en þá eru 30 ár síðan Rauði krossinn stofnaði leikskóla í Grundarfirði. Sem áður sagði fer formleg vígsla á viðbyggingu leikskólans fram á fimmtudaginn og er í tilefni að boðið til opins húss í leikskólanum klukkan 17.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is