Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2006 01:34

Kröfu um ökuleyfissviptingu vegna hraðaksturs hafnað

Héraðsdómur Vesturlands hefur hafnað kröfu ákæruvaldins að svipta ökumann réttindum sínum vegna hraðaksturs. Fyrir dómi viðurkenndi ökumaðurinn hraðaksturinn en taldi mælingu lögreglu ekki hafa farið fram á þeim stað er sagt var í ákæru. Dómari taldi að ekki hafi verið um vítaverðan akstur að ræða þar sem aðstæður til aksturs hefðu verið góðar.

 

 

 

 

 

Málavextir eru þeir að um nónbil þann 22. desember á síðasta ári voru tveir lögreglumenn við umferðareftirlit á Vesturlandsvegi. Þeir óku yfir Borgarfjarðarbrú til norðurs sem leið lá í Borgarnes. Á vegarkafla skammt sunnan við verslun Bónuss mættu þeir bifreið sem ákærði ók. Mældu þeir bifreiðina á 103 km hraða. Haustið 2005 og fram á vetur höfðu staðið yfir vegaframkvæmdir rétt norðan við vegarkaflann þar sem hraði bifreiðarinnar var mældur. Fólst verkið meðal annars í því að tengja Digranesgötu við Vesturlandsveg. Nokkrum dögum áður en áðurnefndur akstur átti sér stað var framkvæmdum frestað til vors.

 

Ákæruvaldið krafðist þess fyrir dómi að ökumaðurinn yrði dæmdur til greiðslu sektar og sviptur ökuleyfi enda hafi aksturinn átt sér stað á vegarkafla þar sem hámarkshraði var 50 km á klukkustund.

 

Fyrir dómi kannaðist ákærði við að hafa ekið bifreið sini á umræddum hraða á Vesturlandsvegi. Hann þvertók hins vegar fyrir að hámarkshraði á veginum, þar sem hraði bifreiðarinnar var mældur, hefði verið 50 km á klukkustund. Taldi hann sig hafa rétt áður ekið framhjá lausum umferðarmerkjum sem gáfu til kynna að lokið væri vegarkafla með 50 km hámarkshraða. Taldi hann einnig að á þessu svæði við og á brúnni hefði um nokkurt skeið verið mikið misræmi í hraðamerkingum á þjóðveginum.

 

Fyrir dómi sagði annar lögregluþjóninn að í viðræðum við ákærða hefði honum fyrir mistök verið kynnt að hámarkshraði á þeim stað sem hann var mældur væri 70 km á klukkustund. Lögreglumennirnir könnuðust ekki við að við veginn hefðu verið þau umferðarmerki er ákærði taldi. Starfsmenn Vegagerðarinnar komu einnig fyrir dóm og töldu ólíklegt að umrædd umferðarmerki hefðu verið til staðar því þau hefðu líklega verið tekin niður um leið og framkvæmdum var frestað. Lögreglumennirnir sögðu aksturskilyrði hafa verið góð þó bleyta hafi verið á veginum og umferð hefði ekki verið þung.

 

Dómurinn taldi sannað þrátt fyrir neitun ákærða að hámarkshraði á umræddum vegarkafla hafi verið 50 km á klukkustund og því var hann sakfelldur. Hins vegar taldi dómurinn ekki sannað að um vítaverðan akstur hafi verið að ræða. Er þar vísað til upptöku kvikmyndar af hraðamælingunni þar sem fram kemur að birtu var ekki tekið að bregða, úrkoma var engin og yfirborð vegar þurrt að kalla og ekki hafi verið teljandi umferð á veginum. Að auki hafi annar lögreglumannanna borið að hvorki hafi verið frost ná hálka á veginum.

 

Ökumanninum gert að greiða 40 þúsund krónur í sekt og komi fjögurra daga fangelsi í stað hennar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Þá var ákærða einungis gert að greiða helming sakarkostnaðar eða rúmar 183 þúsund krónur. Benedikt Bogason héraðsdómari kvað upp dóminn.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is