Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2006 03:01

Af andlegri áraun smalamanna

Á síðasta fundi byggðaráðs Borgarbyggðar var lagt fram bréf frá Jóni Gíslasyni á Lundi í Lundarreykjadal varðandi afréttargirðingu á Lundartungu. Jón vekur þar athygli á því að girðing neðst á Lundartungu, frá Oddsstaðagirðingu að svonefndum Drangi við Flóku, sem girt hafi verið til varnar ágangi fjár frá afrétti í heimalönd Lundar og Gullberastaða, sé farin að láta á sjá. Girðinguna kostaði Borgarfjarðarsveit að fjórum fimmtu og ábúendur á Gullberastöðum að einum fimmta, en enginn samningur var gerður um viðhald hennar og var hún aldrei fullfrágengin.  

 

Vonast bréfritari til þess að yfirvöld sveitarfélagsins komi girðingunni sem fyrst í boðlegt ástand, svo hún geti gegnt hlutverki sínu sem best. Skessuhorn getur ekki á sér setið að birta hluta bréfsins, enda leitun að skemmtilegra bréfi.

 

„Ég tel mig ekki vera grassáran mann og get alveg umborið talsvert af ókunnu fé í mínum högum þess vegna. Mér þykir hins vegar lakara að fé því sem af afréttinum kemur virðist afskapalega óljúft að renna í þá átt sem við ætlum því við smalamennskur, sem veldur smölum bæði andlegri og líkamlegri áraun. Því verður að vísu ekki móti mælt að þessi afstaða fjárins er skiljanleg í ljósi þess að það á flest sveitfesti í Bæjarsveit. (Með þessu er ég alls ekki að gera lítið úr þeim sem í Bæjarsveit búa, eðlilega finnst fénu stefnt í vitlausa átt þegar við reynum að þvæla því suður yfir Lundarháls og síðan í austurátt.)

 

Ég eldist með hverju árinu sem líður og verð að sama skapi stirðari jafnt til hlaupa sem skapsmuna. Erfiðar smalanir á fé sem ég er á engan hátt vandabundinn fara því æ ver með mig líkamlega, og jafnvel spilla mínu jafnaðargeði.”

 

Skemmtilegt verkur bíður Páls Brynjarssonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, en honum var af bæjarráði falið að svara bréfritara.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is