Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2006 08:00

Bílastæðamál við leikskólann Garðasel skýrast

Um alllangt skeið hefur verið vandamál með bílastæði við leikskólann Garðasel á Akranesi. Að jafnaði eru um 23-25 starfsmenn við leikskólann og ríflega 100 börn koma og fara daglega. Forsvarsmenn skólans gera ráð fyrir að bílar aki inn og út af stæðinu um 470 sinnum yfir daginn. Á bílastæðinu er pláss fyrir 16 bíla. Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28. apríl árið 2003 voru hugmyndir tækni- og umhverfissviðs um úrbætur á bílastæðamálum við leikskólann samþykktar. Fólust þær í því að stækka bílastæðið út á grasflöt norðvestan við núverandi stæði.

 

Þorvaldur Vestmann forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs bæjarins, segir að verkið hafi verið á verkefnalista fyrir fjárhagsáætlunargerð en lent undir hnífnum. Í vor var ákveðið að fara í framkvæmdir við bílastæðið í tengslum við stækkun og fjölgun vistunarrýma í Garðaseli. Þorvaldur segir að verið sé að leita að verktaka í verkefnið og vonast til þess að það skýrist í vikunni. Það hyllir því undir að löngum ferli þessa máls innan bæjarkerfisins sé að ljúka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is