Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2006 07:10

Fjárskortur háir skammtímavistun fatlaðra barna á Vesturlandi

Rekstrargrundvöllur starfsemi sem tengist skammtímavistun fatlaðra barna á Vesturlandi er nú í járnum, en illa hefur gengið að manna umönnunarstöður. Vandinn er tvíþættur. Annars vegar vantar fólk í stöður til að sinna þeirri starfsemi sem þegar er búið að gefa vilyrði fyrir og hinsvegar vantar aukið fjármagn til að auka starfsemina í takt við aukna þörf. Um hlutastöður er að ræða og ekki er hægt að bjóða stór stöðugildi. Aukin starfsemi myndi því auðvelda ráðningar í þessi störf þar sem hægt yrði að bjóða upp á eftirsóknarverðari störf.

Á Holti skammt fyrir ofan Borgarnes hefur um tuttugu ára skeið verið rekin starfsemi fyrir fötluð börn. Þroskahjálp á Vesturlandi á húsnæðið, en Benjamín Ólafsson bóndi gaf félaginu jörðina árið 1979. Í fyrstu var fyrst og fremst boðið upp á sumardvöl, en nú fer þar fram skammtímavistun. Fötluð börn, mest mikið greindarskert og einhverf, koma og dvelja þar yfir helgi, oftast um sex saman, og njóta félagsskapar hvert af öðru. Um leið fá foreldrar hvíld frá því annasama starfi sem umönnun mikið fatlaðra barna er. Sams konar starfsemi er rekin að Gufuskálum. Svæðisskrifstofa Vesturlands rekur starfsemina í samvinnu við Þroskahjálp á Vesturlandi og í góðri samvinnu við foreldra.

 

Magnús Þorgrímsson, forstöðumaður Svæðisskrifstofu Vesturlands segir að þörf sé fyrir tvöföldun á þeirri starfsemi sem nú er fyrir hendi. Á síðasta ári hafi fjölgað um 20-30 börn á svæðinu sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eins hafi börnin þurft á meiri þjónustu að halda en áður. Fyrir tveimur árum var starfsemin skorin niður og enn gæti þurft að skera niður nú. Magnús segir að tvöföldun starfseminnar myndi þjóna börnunum betur og einfalda öflun starfsmanna en fjárskortur stendur því fyrir þrifum. Hann segir jafnframt að sú þjónusta sem boðið er upp á hér á Vesturlandi sé um helmingi minni en sú sem í boði er á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi.

Undanfarið hafa 18 börn nýtt sér vistun að Holti og fá þau vistun þar um eina helgi í mánuði. Börn með þessa fötlun byrja oft að eingangrast um 10 ára aldur og því er mikilvægt fyrir þau að komast í skammtímavistun og mynda önnur tengsl en í sinni heimabyggð. Magnús segir að ef ekki takist að manna þær stöður sem á vantar sé útlit fyrir að tilkynna þurfi foreldrum að heimsóknum barnanna að Holti muni fækka.

Það er lögbundið hlutverk ríkisins að bjóða upp á skammtímavistun, en ekki segir hve mikil hún á að vera.

 

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, en ráðuneyti hans fer með málefni fatlaðra, sagðist í samtali við Skessuhorn þurfa að skoða málið betur áður en hann gæti tjáð sig um það.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is