Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2006 08:03

Fjölbýlishús við Höfða hækkað í átta hæðir

Skipulags- og byggingarnefnd Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum sl. mánudag að leggja til við bæjarstjórn að deiliskipulagi Sólmundarhöfða 7 verði breytt. Fyrir fundinum lá tillaga þess efnis frá Pálma Guðmundssyni arkitekt, fyrir hönd Vigurs ehf. sem er lóðarhafi. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað fjögurra hæða fjölbýlishúss með 12 íbúðum verði reist átta hæða hús með 31 íbúð. Gert er ráð fyrir að hluti bílastæða, a.m.k. 18, verði í bílastæðakjallara, en reiknað er með 1,5 stæðum fyrir hverja íbúð.

 

Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra var farið í hugmyndasamkeppni um lóðina og skiluðu sjö aðilar inn tillögum. Ákveðið var að ganga til samninga við Lauganes – fasteignafélag um byggingu 12 íbúða húss á fjórum hæðum með eignar- eða leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri. Á fundi þann 21. desember sl. hafnaði skipulagsnefnd samhljóða umsókn lóðarhafa um að fjölga íbúðum í sextán. Fyrir kosningar í vor boðaði Sjálfstæðisflokkurinn hækkun hússins og á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar þann 13. júní lagði Sæmundur Víglundsson (D) fram bókun fyrir hönd nýs meirihluta um þau verk sem fara átti í. Þar segir m.a: “Farið verði strax í að breyta deiliskipulagi á Höfða til að hækka “nýju blokkina” um tvær hæðir.” Meirihlutinn hefur þannig haft það á stefnu sinni frá því hann tók við að hækka blokkina í sex hæðir, en nú hefur meirihluti skipulags- og byggingarnefndar samþykkt að hækka hana enn frekar, eða í átta hæðir.

 

Minnihluti nefndarinnar lagði fram bókun þar sem þessum áformum var mótmælt. Þar kemur fram að hærra hús en fjórar hæðir falli ekki inn í heildarmynd svæðisins. Minnihlutinn telur að með þessari tilhögun sé verið að breyta leikreglum sem allir umsækendur í hugmyndasamkeppninni byggðu sínar tillögur á. Mikilvægt sé að gæta jafnræðis og það verði ekki gert með öðrum hætti en að “endurtaka samkeppnina þar sem nýjar og breyttar leikreglur liggi fyrir,” eins og segir í bókuninni.

Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar sagði í samtali við Skessuhorn að hann teldi ekki að forsendur hefðu breyst þrátt fyrir aukið byggingamagn. Hann segir að þörfin fyrir húsnæðið sé mjög brýn og það sjáist best af þeim viðbrögðum sem þessar tillögur hafa fengið. “Þetta var klárlega eitt af þeim málum sem kosið var um í vor,” segir Gunnar og vísar í athugasemdir stjórnar FEBAN, Félags eldri borgara á Akranesi, frá því í desember þar sem hvatt var til fjölgunar íbúða. Gunnar telur að átta hæða hús á þessum stað muni setja skemmtilegan svip á bæjarmyndina og kallast á við vitana á æfingasvæðinu og niðri á Breið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is