Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2006 06:30

Vesturlandsmót kvenna í golfi

Hið árlega Vesturlandsmót kvenna í golfi var haldið síðastliðinn laugardag á Hamarsvelli í Borgarnesi. 42 konur tóku þátt í mótinu frá Borgarnesi, Akranesi, Stykkishólmi og Grundarfirði. Því miður mættu engar frá Ólafsvík. Mótið var þrískipt; sveitakeppni, einstaklingskeppni og  keppni um titilinn Vesturlandsmeistari kvenna. Sveitakeppnina unnu Mostrakonur frá Stykkishólmi, Katrín Pálsdóttir, einnig úr Mostra, vann einstaklingskeppnina og Vesturlandsmeistari varð  Þuríður Jóhannsdóttir í Golfklúbbi Borgarness.

 

Verðlaunin á mótinu voru mjög vegleg; skartgripir og snyrtivörur ásamt ýmsu öðru, en aðalstyrktaraðilar voru Úr og Gull í Hafnarfirði og heildverslanirnar Halldór Jónsson, Forval og Terma, en ýmsir fleiru styrktu einnig mótið.

Að móti loknu komu konurnar saman í klúbbhúsi Golfklúbbs Borgarness í verðlaunafhendingu, mat og gleðskap og skemmtu þær sér hið besta enda einróma sátt um að mótið hefði lukkast vel í alla staði og ekki síst væru verðlaun sérlega vegleg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is