Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2006 08:26

Yfirlitssýning Páls á Húsafelli

Á morgun, sunnudag verða menningarverðlaun Guðmundar Böðvarssonar veitt við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í Borgarnesi. Við það tækifæri verður opnuð yfirlitssýning á verkum Páls Guðmundssonar á Húsafelli. Páll sagði í samtali við Skessuhorn að hann hefði ekki haldið sýningu í Borganesi um langa hríð. “Ég hef sýnt töluvert á þessu landssvæði, í Munaðarnesi, á Akranesi og í Surtshelli, en ekki í Borgarnesi síðan 1981. Það er því kominn tími til að sýna þar.” Páll segir að um yfirlitssýningu sé að ræða og verði bæði gömul verk og ný sýnd. Myndefnið sé mikið til fólk úr sveitinni. “Gömlu myndirnar eru mikið til olíumyndir af fólki. Á neðri hæðinni verða sýndar höggmyndir, bæði gamlar og nýjar sem tengjast svæðinu. Svo eru myndir af dýrum sem eru í steinunum, að ógleymdu skáldi.”

 

Páll hefur víða komið við á ferli sínum sem myndlistarmaður. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1977-1981 og við Listaháskólann í Köln á árunum 1985-1986. Síðan þá hefur hann haldið fjölda sýninga og er þekktur fyrir vinnu sína með steina. Úr þeim hefur hann m.a. smíðað steinhörpu en þegar Skessuhorn náði sambandi við hann var hann á leið á frumsýningu á kvikmyndinni Bjólfskviðu ásamt Hilmari Erni Hilmarssyni. Hilmar Örn sá um tónlistina í myndinni og notaðist mjög við steinhörpu Páls.

Páll er fæddur á Húsafelli og ólst þar upp. Hann er eitt barna Guðmundar Pálssonar bónda á Húsafelli og Ástríðar Þorsteinsdóttur húsfreyju. Hann hefr ætíð haft sterkar taugar til heimahéraðsins og er í daglegu tali kenndur við Húsafell. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 10. september klukkan 15:00.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is