Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2006 10:54

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnar launahækkun

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnar þeirri ákvörðun bæjarráðs Akraness að hækka laun um þrjátíu starfsmanna bæjarins. Hann segir þó að ganga hefði mátt lengra. Hann furðar sig á ummælum bæjarráðsmanns minnihlutans og segir ákvörðunina nú staðfesta málflutning sinn í vor þegar Starfsmannafélag Akraneskaupstaðar óskaði eftir viðræðum um sameiningu við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt sé að skapa sterkara verkalýðsfélag á Akranesi.

 

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni ákvað bæjarráð Akraness að hækka laun þeirra starfsmanna bæjarins er taka laun samkvæmt launaflokkum 115, 116 og 117. Nemur hækkunin um 4-5 þúsund krónum á mánuði. Hluti þessara starfsmanna er í Starfsmannafélagi Akraneskaupstaðar en nokkrir þeirra eru í Verkalýðsfélagi Akraness.

 

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnar þessari ákvörðun bæjarráðs í samtali við Skessuhorn. Hann segist þó hafa kosið að fleiri launaflokkar yrðu hækkaðir eða allt að launaflokki 122. Þá hefðu þeir hópar sem eru á allra lægstu laununum náð fram hækkun.

 

Sem kunnugt er óskaði Starfsmannafélag Akraneskaupstaðar í vor eftir sameiningu við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og í framhaldinu samþykkti bæjarráð Akraness að leita eftir samvinnu við Reykjavíkurborg um launa- og kjaramál. Var þessi gjörningur kynntur á þann veg að honum fylgdu talsverðar hækkanir á launum félagsmanna. Karl Björnsson sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og Vilhjálmur Birgisson sögðu báðir á sínum tíma að sameining félaganna myndi aðeins leiða til hækkunar hæstu launa og í sumum tilfellum myndi sameining leiða til lækkunar lægstu launa.

 

Vilhjálmur segir ákvörðun bæjarráðs nú staðfesta þessa skoðun sína og Karls. Hann furðar sig því á bókun Sveins Kristinssonar bæjarráðsmanns Samfylkingarinnar sem lét bóka í bæjarráði að hann teldi sameiningu starfsmannafélaga Akraness og Reykjavíkur farsælli leið til hækkunar lægstu launa. „Ég gerði Sveini og öðrum bæjarráðsmönnum grein fyrir því í vor að sameining þessara félaga myndi ekki hækka lægstu laun heldur aðeins hækka þá er hæstu launin hafa. Því er málflutningur hans nú með ólíkindum“ segir Vilhjálmur.

 

Hann ítrekar þá skoðun sína að hann telji hagsmunum ófaglærðra félagsmanna Starfsmannafélags Akraneskaupstaðar betur borgið í samstarfi við félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness en hugmynd hans um samstarf eða sameiningu félaganna var fálega tekið. „Verkalýðsfélag Akraness hefur verið að styrkjast mjög á undanförnum árum. Félagsmönnum hefur fjölgað á nokkrum árum úr 1.630 í 2.140 og við styrkt okkur ennþá frekar hér á svæðinu með frekara samstarfi eða sameiningu félaga“ segir Vilhjálmur.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is