Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2006 01:21

Heimferð Höfrungs frestast til vors

Á næstu dögum verður tekin ákvörðun með hvaða hætti Akraneskaupstaður stendur að móttöku strandferðaskipsins Barsskors sem Lögþingið í Færeyjum hefur samþykkt að selja Akraneskaupstað fyrir eina færeyska krónu. Skipið var smíðað á Akranesi árið 1929 og hét upphaflega Höfrungur. Eins og fram kom í Skessuhorni á dögunum fór sveit manna utan til þess að kanna ástand skipsins og stóðu vonir til þess að hægt yrði að sigla því heim í haust. Nú er ljóst að af því verður ekki.

 

 

 

Magnús Þór Hafsteinsson formaður menningarmála- og safnanefndar Akraness segir að við skoðun skipsins hafi komið í ljós að nokkrar viðgerðir þarf að gera á því áður en hægt verður að sigla því yfir hafið. „Þrátt fyrir það eru við sem höfum unnið að þessu máli sannfærðir um mikilvægi þess að skipinu verði bjargað og því komið til Akraness.  Því munum við leggja til að Akraneskaupstaður taki við skipinu“ segir Magnús Þór.

 

„Við teljum að þarna sé síðasta tækifæri okkar að eignast trébát sem smíðaður var á Akranesi og eitt af þeim skipum sem lagði grunninn að okkar nútímasamfélagi. Því miður höfum við ekki sinnt þessum þætti í sögu okkar frekar en gert hefur verið víðast hvar annars staðar á landinu“ segir Magnús.

 

Hann telur rétt að fjármögnun og umsjón endurbyggingar skipsins verði á færi einstaklinga og félagasamtaka en ekki bæjarins. „Við getum margt lært af frændum okkar í Færeyjum. Þar hafa einstaklingar og félagasamtök staðið að endurbyggingu margra skipa sem er þeim til mikils sóma“. Hugmyndin er sú að félagsskapur sá, sem tekur við skipinu af bænum, nýti veturinn til undirbúnings móttöku skipsins. „Færeyingar hafa samþykkt að geyma skipið í vetur og halda á því hita. Með vorinu er síðan ætlunin að halda utan og vinna að nauðsynlegu viðhaldi skipsins þannig að næsta sumar verði hægt að sigla því heim“.

 

Magnús segir fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um nýtingu skipsins bæði til þess að styrkja ferðaþjónustu og safnamenningu.  Einnig megi nýta það til kennslu og til að auglýsa bæinn. Allar hugmyndirnar miðað við það að varðveita skipið á floti og með fullt haffæri. „Aðalatriðið er að við glötum ekki þessu síðasta tækifæri sem við höfum til þess að endurheimta þarna hluta af sögu okkar. Sögu sem er glötuð í flestum bæjarfélögum“ segir Magnús að lokum.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is