Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2006 03:20

Sorp eykst um fimmtung á Vesturlandi

Á síðasta fundi stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf.  kynnti framkvæmdastjóri fyrirtækisins tölur yfir magn sorps sem komið hefur til urðunar á Fíflholti á árinu. Í lok júlí var búið að urða þar 7.527 tonn sem er 22% aukning miðað við magn urðunar á sama tíma á árinu 2005. Upphaflegar áætlanir um urðunarsvæðið á Fíflholti gerðu ráð fyrir urðun 6.000 tonna af sorpi árlega, en á árinu 2005 voru þar urðuð yfir 11.000 tonn. Ljóst er því að huga þarf að stækkun svæðisins fyrr en fyrirhugað var.

 

 

Það vekur óneitanlega nokkra athygli að á sama tíma og flokkun eykst með það að markmiði að minnka sorp til urðunar skuli urðað sorp aukast um 22% á einu ári. Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands, sagði í samtali við Skessuhorn að þessi aukning ætti sér eðlilegar skýringar. „Með bættum efnahag eykst sorp til urðunar og síðasti vetur einkenndist af gríðarlega miklum framkvæmdum. Bara það sem menn eru að rífa út úr húsum, við endurnýjun eldhúsa svo dæmi sé tekið, kemur beint til okkar, sem og rusl sem myndast við stóriðju- og húsbyggingaframkvæmdir.”

 

Hrefna segir að með bættum efnahag verði neyslan meiri og þá sé einfaldlega meira sorp til urðunar. Flokkun á sorpi haldi ekki í við aukið sorpmagn, enda megi margur bæta sig í þeim efnum, bæði einstaklingar og fyrirtæki. „Neyslumynstur samfélagsins endurspeglast í sorpinu. Til dæmis eykst magn sorps gríðarlega mikið yfir sumarmánuðina hjá okkur þegar fólk kemur í sumarbústaðina, sérstaklega þegar veður er gott. Á sama tíma minnkar það væntanlega á höfuðborgarsvæðinu.” Hrefna segir að reikna megi með því að komi niðursveifla í efnahagslífinu muni sorpmagnið minnka. „Þá munum við sjá minna af pakkningum utan af sjónvörpum og alls kyns rafmagnstækjum,” segir Hrefna að lokum.

 

Sorpurðun Vesturlands hf. er í eigu sveitarfélaga á Vesturlandi og á jörðina Fíflholt á Mýrum. Þar er rekinn urðunarstaður þar sem allt sorp er urðað sem heimilt er að urða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is