Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2006 04:20

Úttekt á aðgengi minnihlutahópa að íþróttafélögum

Íþróttamband Íslands hefur sent öllum sveitarfélögum á landinu bréf þar sem forvitnast er um stöðu minnihlutahópa innan íþróttahreyfingarinnar og hvort einhver sérstök stefna sé í þeim málum. Með minnihlutahópum er átt við fatlaða, samkynhneigða og innflytjendur, svo dæmi sé tekið. Halla Kjartansdóttir, skrifstofustjóri ÍSÍ, sagði í samtali við Skessuhorn að með útsendingu bréfsins væri verið að framfylgja stefnu síðasta íþróttaþings. Þar hafi verið samþykkt að skipa starfshóp til að kanna aðgengi minnihlutahópa að íþróttafélögunum. Vinnan sé nýhafin og bréfið sé hugsað til gagnaöflunar svo að menn sjái hvernig þessum málum er háttað hér á landi.

 

Skessuhorni lék forvitni á að vita hvernig staðan væri og kannaði málin í tveimur stærstu sveitarfélögum á Vesturlandi.

 

Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar, kannaðist ekki við bréfið frá ÍSÍ en taldi líklegt að það bærist fljótlega til sveitarfélagsins. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að ekki væru neinar sérstakar samþykktir um þessi mál á vegum Borgarbyggðar, mun fremur væri stefnan sú að menn aðlöguðust því starfi sem fyrir hendi væri. „Við erum ekki að draga menn í dilka hér á svæðinu, það er gott að þurfa ekki að miðstýra þessu,” sagði Indriði. Hann tók þó fram að verið væri að vinna að mörgum spennandi verkefnum sem tengjast innflytjendum og væru mörg þeirra á vinnslustigi. Hvað fatlaða varðar var félagsskapur þeirrar lagður niður og félagar gengu í íþróttafélagið Þjót á Akranesi.

 

Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri tómstunda- og íþróttasviðs Akraneskaupstaðar, sagði í samtali við Skessuhorn að bréfið frá ÍSÍ hefði verið tekið fyrir á síðasta fundi tómstunda- og forvarnarnefndar. Nokkrar umræður hefðu spunnist um málið en sviðsstjóra var falið að svara erindinu. Hún sagði aðspurð að engin stefna væri til á vegum Akraneskaupstaðar hvað varðar íþróttaiðkun minnihlutahópa, nema þessi almenna um jafnræði allra. Helga sagði að hvað fatlaða varðaði væru sérfélög fyrir þá og einnig væri það algengt að fötluð börn væru í almennum félögum, en leiðir skildu eftir því sem þau eltust.

 

Hvað varðar innflytjendur segir Helga að menn séu að fóta sig í þeim málum á Akranesi, þörfin hafi ekki verið fyrir hendi en með fleiri nýbúum aukist hún. „Það stendur öllum allt opið hjá okkur,  en það er spurning hvort innflytjendur fá þau skilaboð þar sem við sendum allt út á íslensku,” segir Helga. Hvað varðar samkynhneigða segir hún að staðan sé líklega sú sama á Akranesi og víðast hvar annarsstaðar, um þau máli ríki þögn. „Menn eru sammála um að fordómar séu hverfandi, eða mjög víkjandi almennt í samfélaginu og þar með talið hér. En það ræðir hins vegar enginn um þessi mál. Við höldum og við vonum að við séum ekki með neina fordóma en tökum þátt í því að ræða ekki málin og þagga þau þannig niður.” Skessuhorn mun fylgjast meira með þessu máli eftir því sem því fram vindur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is