Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. september. 2006 10:47

Bæjarráð mælir með áframhaldandi starfsleyfi Laugafisks

Bæjarráð Akraness hefur lýst vilja sínum til að fiskþurrkunarfyrirtækið Laugafiskur á Akranesi fái áframhaldandi starfsleyfi þrátt fyrir að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telji að forsendur forráðamenn fyrirtækisins gáfu til grundvallar starfsleyfi hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann. Jafnframt verði hvatt til áframhaldandi rannsókna og tilrauna til þess að vinna bug á lyktarmengun frá fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir stofnunina ekki bundna af óskum bæjarráðs.

 

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur nokkrar deilur staðið um starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. Fiskþurrkun fylgir ólykt sem ekki er vinsæl hjá nágrönnum fyrirtækisins. Íbúar við Vesturgötu óskuðu í vetur eftir því að starfsleyfi fyrirtækisins yrði afturkallað en það rennur út í apríl 2007. Að undanförnu hefur verið unnið að rannsóknum undir stjórn Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins og stóðu vonir til þess að með því mætti koma í veg fyrir mengunina. Í maí voru niðurstöður rannsóknanna kynntar og í framhaldi af því vildi framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands ekki slá því föstu að fyrirtækið fengi endurnýjað starfsleyfi.

 

Fyrir nokkru óskaði stjórn Heilbrigðiseftirlitsins eftir fundi með bæjarráði þannig að hægt yrði að byggja á sjónarmiðum bæjarráðs við endurskoðun eða breytingu á starfsleyfinu. Í bókun stjórnarinnar kom á þeim tíma fram að þrátt fyrir viðamiklar rannsóknir þyki ljóst að ekki séu til staðar lausnir sem koma í veg fyrir lyktarmengun fyrirtækja eins og Laugafisks „og einnig þykir ljóst að þær upplýsingar sem forráðamenn fyrirtækisins lögðu fyrir HEV og voru forsendur starfsleyfis fyrirtækisins hafa ekki reynst í samræmi við raunveruleikann og lyktarmengun meiri en forsendur starfsleyfis gera ráð fyrir“ sagði orðrétt í bókun stjórnarinnar.

 

Fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins mættu á fund bæjarráðs Akraness á dögunum þar sem málefni fyrirtækisins voru rædd. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að á fundinum hafi bæjarráðsmenn lýst vilja sínum til að fyrirtækið fái áframhaldandi starfsleyfi og samhliða hvatt til að rannsóknum og tilraunum verði haldið áfram til að vinna bug á lykt frá framleiðslunni.

 

Helgi Helgason framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir að á næsta stjórnarfundi stofnunarinnar verði fjallað um vilja bæjarráðs og einnig skýringar frá stjórnendum Laugafisks. Hann segir stofnunina ekki þurfa að lúta óskum eða vilja einstakra sveitarstjórna en eðlilegt sé að skoðanir þeirra liggi fyrir áður en ákvörðun er tekin í málum sem þessum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is