Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2006 09:00

Koma við í Vinaminni á tónleikaferð sinni

Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari munu halda tónleika í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi, mánudaginn 18. september kl.20. Gunnar og Jónas héldu í tónleikaferð til að gleðja eyru og lund landsmanna á dögunum. „Við Jónas erum að gera víðreist um landið, ætlum að koma við á býsna mörgum stöðum og verðum á tónleikaferðalagi  í mánuð en þó með hléum vegna anna hjá okkur báðum“ sagði Gunnar í samtali við Skessuhorn. Tónleikaferðin hófst hjá þeim félögum í Vestmannaeyjum. „Það er orðið nokkuð langt síðan við Jónas fórum saman í tónleikaferð, svo það er mjög kærkomið að skella sér í slíka með honum.“

 

 

Gunnar sagði efnisskrá þeirra félaga mjög blandaða og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Meðal þess sem finna má á efnisskránni eru íslensk og ítölsk sönglög.

 

Á myndinni er Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngvari.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is