Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2006 12:55

Hámarkshraði lækkaður á Akranesi

Bæjarráð Akraness samþykkti í gær tillögu skipulags- og byggingarnefndar bæjarins um breytingar á hámarkshraða á götum bæjarins. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorn hafa hugmyndir að breyttum hámarkshraða verið til umræðu í bæjarkerfinu á Akranesi um nokkurt skeið eða allt frá því að bæjarstjórn samþykkti í desember á síðasta ári tillögu um að lækka hámarkshraða niður í 35 km/klst „í völdum íbúðagötum og við skóla á næstu tveimur árum og þannig stuðlað að bættu umferðaröryggi á Akranesi“ eins og sagði orðrétt í tillögunni.

 

Í tillögunni sem bæjarráð samþykkti í gær segir að eðlilegt hafi verið talið að 1. áfangi verkefnisins beindust að nánasta umhverfi grunnskóla bæjarins. Þær götur sem hámarkshraði lækkar nú eru í nágrenni Brekkubæjarskóla:

 

Vesturgata milli Stillholts og Merkigerðis

Merkigerði frá Kirkjubraut að Vesturgötu

Háholt frá Kirkjubraut að Vesturgötu

Stekkjarholt frá Kirkjubraut að Heiðarbraut

Heiðarbraut frá Stillholti að SHA

Brekkubraut frá Stillholti að Háholti

 

Í næsta nágrenni við Grundaskóla verður hámarkshraði lækkaður á Víkurbraut og á Innnesvegi milli Víkurbrautar og Garðabrautar. Þá samþykkti bæjarráð einnig að lækka hámarkshraða á Esjuvöllum en íbúar þar kvörtuðu á dögunum undan hámarkshraða á þeirri götu.

 

Í tillögu þeirri er bæjarráð samþykkti kemur fram að gert sé ráð fyrir að merkingum á skilum hraðasvæða verði haldið í lágmarki, það er að fyrst og fremst verði notast við lögboðnar merkingar með umferðarmerkjum en þó verði komið fyrir þrengingum á sex stöðum. Lauslega er áætlað að kostnaður við þessar framkvæmdir verði um ein milljón króna. Við þann kostnað bætist kostnaður vegna uppsetningu gangbrautaljósa verði talin þörf á uppsetningu þeirra.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is