Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2006 03:00

Segir Norðlenska ekki hafa undirbúið slátrun í Búðardal

Bóndinn á Á í Dalasýslu telur ljóst að Norðlenska hafi ekki á nokkurn hátt undirbúið slátrun sauðfjár í Búðardal í haust. Hann hafði samband við sláturhússtjóra með viðskipti í huga en var fálega tekið. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur Kaupfélag Skagfirðinga yfirtekið leigusamning Norðlenska á sláturhúsinu í Búðardal. Jafnframt hefur verið ákveðið að leggja slátrun af í Búðardal einu ári eftir að endurbótum á sláturhúsinu lauk sem talið er að hafi kostað nærri sjötíu milljónir króna.

 

 

Sveitarstjóri Dalabyggðar sagði í samtali við Skessuhorn á dögunum að Norðlenska hafi brugðist skyldum sínum með því að undirbúa ekki slátrun. Þessu neitað framkvæmdastjóri Norðlenska.

 

Trausti Bjarnason bóndi á Á í Dalasýslu segir ljóst í sínum huga að Norðlenska hafi ekki haft slátrun í huga í Búðardal. „Ég hafði samband við sláturhússtjóra þeirra um miðjan júlí og leitaði eftir viðskiptum því ég tel það lífsspursmál fyrir byggð hér að slátrun fari fram á svæðinu. Mér kom það því í opna skjöldu að ég fékk lítil sem engin svör og það litla sem ég fékk að vita var afar loðið. Í mínum huga höfðu þeir engan áhuga á að undirbúa slátrun í Búðardal“.

 

Trausti er afar ósáttur með þróun mála í sauðfjárslátrun í Búðardal. „Hér lyftu menn grettistaki við endurreisn sláturhússins á síðasta ári og endurbæturnar kostuðu mikið fé. Það var því lífsspursmál að leigutaki hússins hefði allar klær úti við öflun viðskipta. Því miður varð svo ekki og nú lítur út fyrir að ekki verði slátrað hér í framtíðinni. Það er afar dapurleg niðurstaða svo ekki sé meira sagt“ sagði Trausti að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is