Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2006 04:00

Rís fjörtíu herbergja hótel við golfvöllinn á Akranesi?

Einkaaðilar hafa kynnt bæjaryfirvöldum hugmynd að byggingu 40 herbergja hótels við Garðavöll sem er golfvöllur Golfklúbbsins Leynis á Akranesi.  Byggingunni er jafnframt ætlað að þjóna sem skáli golfklúbbsins. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að þessir aðilar hafi kynnt hugmyndir sínar fyrir bæjaryfirvöldum fyrir nokkru enda þurfi að breyta skipulagi til þess að hugmyndirnar nái fram að ganga. Hann segir að þarna sé um að ræða sex hæða byggingu. Neðstu hæðinni sé ætlað að þjóna sem skáli Golfklúbbsins Leynis. Á annarri hæð verði veitingasalir og á fjórum efstu hæðunum verði 40 herbergja hótel.

 

 

Gísli kynnti hugmyndina fyrir bæjarráði sem tók henni vel og fól honum að fylgja málinu eftir. Hann segir þessar hugmyndir geta fallið að framtíðaráformum golfklúbbsins sem um nokkurt skeið hefur stefnt að byggingu nýs  golfskála. Nái hugmyndir þessar fram að ganga er reiknað með að framkvæmdir geti hafist síðla næsta sumars en auk breytingar á skipulagi þarf að færa til eina flöt golfvallarins áður en framkvæmdir geta hafist.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is