Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2006 05:00

Græni kallinn ræður alltaf

Að mörgu er að hyggja þegar skólar hefjast. Það á sérstaklega við um ökumenn þar sem nú flykkjast börn á öllum aldri að skólum sínum. Á nokkrum stöðum á Vesturlandi hefur verið komið fyrir gangbrautarljósum í nágrenni skólanna sem auðvelda eiga börnunum ferðir sínar til og frá skóla. Til þess að slík öryggistæki virki þurfa allir að nota þau rétt. Umferðarnefnd Grundaskóla hefur að gefnu tilefni bent á nauðsyn þess að ökumenn virði reglur sem gilda um notkun ljósanna og stöðvi ekki bíla sína við gangbrautarljós fyrr en gula eða rauða ljósið logar.

 

Með því að stöðva á grænu ljósi gefa ökumenn börnunum röng skilaboð því þá er rauði kallinn enn logandi hjá þeim. Börnunum er kennt að fara alls ekki yfir gangbraut fyrr en grænt ljós logar og þau vilja að vonum virða þá reglu. Því verða þau ráðvillt þegar fullorðið fólk stöðvar bifreiðar sínar bíður þeim annan möguleika. Möguleika sem þau vita að er rangur.

 

Í veðri eins og mætti íbúum Vesturlands í morgun telja sumir ökumenn sig vera að gera börnum greiða með því að stöðva ökutæki sitt á móti grænu ljósi. Með því sé verið að flýta för barnanna. Allir vita og eiga að virða þá einföldu reglu að græni kallinn ræður alltaf. Á þeirri reglu eru engar undantekningar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is