Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2006 12:00

Mjög spenntur fyrir nýju starfi

Albert Eymundsson sem á dögunum var ráðinn forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga segist í samtali við Skessuhorn afar spenntur fyrir því að takast á við hið nýja starf. Hann hefur þegar hafið störf. Albert hefur áratuga reynslu í skólamálum og einnig var hann um nokkurra ára skeið bæjarstjóri á Hornafirði. Aðspurður sagðist hann hafa staðið á ákveðnum tímamótum þegar hann lét af starfi bæjarstjóra í vor. Hann hefði ásamt fjölskyldu sinni talið rétt að nýta þau tímamót til þess að söðla um og takast á við ný verkefni á nýjum slóðum. Þegar þetta starf hafi verið auglýst hafi hann strax talið það spennandi kost og því sótt um.

 

 

„Mér líst afar vel á þetta nýja starf. Í þessum málaflokkum hafa sveitarfélög á Snæfellsnesi haft með sér farsælt samstarf og því góður grunnur til góðra verka hér. Að auki hefur mér ávallt þótt byggð og náttúra á Snæfellsnesi spennandi þannig að ég veit að hér á okkur eftir að líða vel“ segir Albert. Skrifstofa stofnunarinnar er á Hellissandi en engin krafa er gerð um hvar forstöðumaðurinn hefur búsetu. Albert segist ekki hafa náð að festa sér húsnæði og því ekki endanlega ákveðið hvar hann sest að en segist líta svo á að best sé að búa sem næst höfuðstöðvum stofnunarinnar.

 

Sem kunnugt er hefur Albert samhliða aðalstörfum sínum starfað öttullega að ýmsum félagsmálum og þá sérstaklega í íþróttahreyfingunni. Aðspurður segist hann mjög hafa dregið úr félagsstörfum á liðnum árum og á næstunni muni hið nýja starf og ný heimkynni eiga hug hans allan.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is