Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2006 09:52

Um tvær milljónir söfnuðust á Vesturlandi

Líklegt má telja að um tvær milljónir króna hafi safnast á Vesturlandi í gær í fjáröflun Rauða kross Íslands, Göngum til góðs. Jóhanna Ólafsdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vesturlandi segist himinlifandi með fjölda sjálfboðaliða í söfnuninni og ekki síður viðtökur almennings. Hún segir að á Akranesi hafi 99 sjálfboðaliðar gengið og hafi þeir aldrei verið fleiri. Er þá ekki með talinn fjöldi barna er gekk söfnunargönguna með sínum nánustu. Stærstur hluti þessara sjálfboðaliða kom úr 10. bekk Grundaskóla.

 

Nemendafélag skólans ákvað að gefa í söfnunina 100 krónur á hvern nemanda skólans sem eru 525 að tölu. Framlag nemendafélagsins var því 52.500 krónur. Einnig settu nemendur skólans sér það markmið að í það minnsta tíundi hver nemi tæki þátt í göngunni og tókst það. „Þetta framtak nemenda Grundaskóla er stórkostlegt og gerði það að verkum að við gátum sent fólk til Reykjavíkur til þess að aðstoða við söfnunina þar“ segir Jóhanna.

 

Í Borgarfirði var einnig mun meiri þátttaka en áður og þar gengu alls 47 manns í stað 15-20 manns í síðustu göngu. Nægur sjálfboðaliðafjöldi var í Búðardal, Reykhólum og í Grundarfirði og gekk söfnunin á þessum stöðum framar vonum að sögn Jóhönnu.

 

Þá var metþátttaka í söfnuninni í Snæfellsbæ en þar gengu 38 manns sem söfnuðu í Ólafsvík, Rifi, Hellisandi, Gufuskálum, Arnarstapa, Hellnum, Breiðuvík, Staðarsveit og í Fróðárhreppi. 

 

Þegar talið hefur verið úr söfnunarbaukum af stærstu svæðum Vesturlands er söfnunarfjárhæðin að nálgast tvær milljónir króna að sögn Jóhönnu. Eiga þá eftir að skila sér baukar sem lágu frammi í verslunum og baukar eiga einnig eftir að berast úr nokkrum sveitum. Jóhanna segir söfnunina á Vesturlandi því hafa farið fram úr björtustu vonum. „Við erum í skýjunum yfir samborgurum okkar. Dagurinn heppnaðist í alla staði mjög vel og það setti sannarlega svip sinn á söfnunina að hingað komu hljóðfæraleikarar í heimsókn og spiluðu fyrir gesti og gangandi sem litu við í kaffi á skrifstofu okkar á Akranesi. Stemningin var því frábær í alla staði“ sagði Jóhanna að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is