Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2006 02:00

Björn Bergmann hlaut Donnabikarinn

Björn Bergmann Sigurðarson leikmaður 3. flokks var valinn leikmaður yngri flokka ÍA árið 2006 og hlaut að að launum Donnabikarinn. Þetta var tilkynnt í fjölmennu lokahófi unglingadeildar ÍA sem haldið var á laugardag. Allir liðsmenn 6.-8. flokks fengu viðurkenningu í samræmi við stefnu fyrirmyndarfélaga ÍSÍ. Veittar voru viðurkenningar til einstaklinga í 3.-5. flokki drengja og stúlkna. Annars vegar var valinn sá leikmaður sem mestar framfarir þótti hafa sýnt og einnig var valinn besti leikmaður flokkanna.

 

Í 5. flokki þóttu Konráð Freyr Sigurðsson og Þóra Björk Þorgeirsdóttir hafa sýnt mestar framfarir og bestu leikmenn flokksins voru valin Sindri Kristinsson og Eyrún Eiðsdóttir.

 

Í 4. flokki þóttu Jón Björgvin Kristjánsson og Erla Karítas Pétursdóttir hafa sýnt mestar framfarir og Ragnar Már Viktorsson og Heiður Heimisdóttir voru valin bestu leikmenn flokksins.

 

Í 3. flokki höfðu Viktor Ýmir Elíasson og Helga María Hafsteinsdóttir sýnt mestar framfarir og bestu leikmenn voru valin Ragnar Leósson og Arna Björn Jónsdóttir.

 

Á meðfylgjandi mynd sjást nokkrir verðlaunahafanna. Björn Bergmann var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is