Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2006 02:07

Víða göngur og réttir

Um þessa helgi var réttað á a.m.k. fjórum stöðum í Borgarfirði, þ.e. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Fljótstungurétt, Svarthamarsrétt á Hvalfjarðarströnd og Núparétt í Melasveit. Gangnamenn voru allt frá einum og upp í fjóra daga í leitum og var veðráttan misjafnlega góð síðustu daga. Þeir sem fyrstir fór sl. miðvikudag fengu þannig einmuna veðurblíðu en í gærmorgun, laugardag var veður víða mjög slæmt þegar djúp lægð gekk yfir með roki og rigningu. Veðrið setti þannig strik í reikning þess hvenær féð skilaði sér til rétta. Þannig komu leitarmenn úr Reykholtsdal og Hálsasveit t.d. óvenjulega seint með safnið af Arnarvatnsheiði og hófst því réttarhald ekki fyrr en skömmu fyrir myrkur á laugardagskvöld, en oft hefur það komið það snemma til réttar að tekist hafi að ljúka réttarhaldi strax um kvöldið.

 

Meðfylgjandi mynd sýnir leitarmenn á Arnarvatnsheiði reka safnið síðasta spölinn niður að Fljótstungu og er myndin tekin skammt frá Víðgelmi í Hallmundarhrauni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is