Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2006 10:22

Ung Skagakona á leið til hjálparstarfs í Afríku

Fríða Björg Skúladóttir er ungur hjúkrunarfræðingur af Akranesi. Hún vinnur á Landsspítala – Háskólasjúkrahúsi en er á leiðinni í launalaust leyfi í sjö mánuði. Fríinu mun hún eyða með vinkonum sínum tveimur; Bjarnheiði Böðvarsdóttur og Ástu Rut Ingimundardóttur, við störf í Malaví. Þær eru einnig hjúkrunarfræðingar og var ferðin ákveðin í útskriftarferð þeirra stallsystra í Tælandi. “Við vorum saman í bekk og þegar við vorum í Tælandi komumst við að því að okkur langaði allar til að sjá framandi staði og Afríka heillaði okkur,” segir Fríða. Þær stöllur fara út í dag og fyrir þeim liggur ríflega tveggja sólarhringa ferðalag. “Við förum ótrúlegar krókaleiðir þar sem við eltum uppi lægstu fargjöldin. Við borgum þetta allt úr eigin vasa þannig að hver króna skiptir máli.

 

Það er Hjálparstofnun kirkjunnar sem skipuleggur ferðina til Malaví. Fríða og félagar hennar verða hins vegar ekki starfsmenn Hjálparstofnunarinnar, heldur vinna þær á eigin vegum. Þær verða í litlu þorpi, Madisi, um 60 kílómetra frá höfuðborginni Lilongwe. “Við verðum að vinna á hreyfanlegri heilsugæslustöð, förum um þorpin í kring og líknum þeim sem á þurfa að halda,” segir Fríða. “Um leið verðum við með fræðslu fyrir þorpsbúa og skóla þar í kring. Þetta gengur út á að hjálpa fólkinu þar til að geta hjálpað sér betur sjálft. Þarna skilst mér að mestan part sé um að ræða eyðnisjúlkinga í þorpunum, en við verðum líka við eftirlit með sjúklingum og næringarráðgjöf.”

 

Sjá ítarlegra viðtal við Fríðu Björgu í Skessuhorni nk. miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is