Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2006 12:04

Miklir vatnavextir fylgdu fyrstu haustlægðinni

Fyrsta haustlægðin kom í lok síðustu viku með hryssingslegt haustveður í farteskinu og hafa Vestlendingar fengið úthlutað ríflegum skammti þess vatnsveðurs sem hefur gengið yfir landið undanfarna daga. Veiðimenn sem voru orðnir langeygðir eftir haustrigningu kættust þegar úrkoman byrjaði enda voru vatnföll orðin mjög vatnslítil sökum langvarandi þurrka. Eflaust hafa margir veiðimenn lagst á bæn og óskað eftir úrkomu þá daga sem þeir áttu í haustveiði og voru þeir veiðimenn bænheyrðir og ríflega það. Samkvæmt gagnavef vatnamælinga Orkustofnunar var meðalrennsli Norðurár síðastliðnar tvær vikur og fram á síðasta föstudag vel innan við 8 rúmmetrar vatns á sekúndu, neðri mörk fóru undir 4 m3/s þegar minnsta rennslið var.

 

En samtakamáttur veiðimanna er mikill og umbeðnar haustrigningar komu rétt í lok veiðitímans þetta árið og hafa ár nú vaxið umfram það sem getur talist til æskilegra veiðiaðstæðna. Vatnsmagnið mældist þannig við Stekk í Norðurá rúmlega 80 rúmmetrar á sekúndu um síðustu helgi en hafði rénað niður í um 30 rúmmetra í dag, mánudag sem telst engu að síður vera vel umfram meðalrennsli. Vatnavextir Norðurár undanfarna daga eru samt sem áður ekki hálfdrættingur á flóðin sem áttu sér stað 8. mars 2004, en þá fór rennsli Norðurár upp í 450 m3/s en á þeim árstíma er engin veiði leyfð og því engra skýringa að leita hjá bænheyrðum veiðimönnum.

 

Meðfylgjandi mynd tók Björn Theodórsson í dag og sýnir hún veiðimann við Andakílsá í Borgarfirði. Hefðbundnir veiðistaðir hverfa við þessar aðstæður og gera veiðina erfiðari, en á móti kemur að laxinn gengur betur í árnar í vatnavöxtum sem þessum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is