Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2006 03:12

Borgarbyggð vill þróa grunnskóla að þriggja ára menntaskóla

Fræðslunefnd Borgarbyggðar hefur  samþykkt að óska eftir viðræðum við menntamálaráðuneytið um að grunnskólar Borgarbyggðar taki að sér tilraunaverkefni til að aðlaga grunnskólana að námskrá þriggja ára framhaldsnáms til stúdentsprófs. Þegar samþykkt var að stofna Menntaskóla Borgarfjarðar var það gert með því fororði að þar yrði þriggja ára nám til stúdentsprófs. Menntamálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til styttingar námsins og á skólinn að verða sá fyrsti sem kennir eftir nýrri námsskrá.

 

 

Ásthildur Magnúsdóttir, fræðslufulltrúi Borgarbyggðar, sagði í samtali við Skessuhorn að verið væri að stíga fyrstu skrefin í þróun náms miðað við fyrirhugaðar breytingar. Með styttingu náms í menntaskóla væri verið að færa hluta af náminu niður í grunnskóla. Á því væri vilji til að taka og því væri óskað eftir þessu tilraunaverkefni. Ásthildur segir að þessi þróunarvinna sé mjög skammt á veg komin. Menn hafi fundað með starfsmönnum ráðuneytisins og allir líst yfir vilja sínum til að taka á málinu. Ekkert fjármagn hafi hins vegar verið sett í verkefnið ennþá. „Við viljum vinna að þessu í vetur,” segir hún. „Það gengur ekki að krakkar héðan fari í þriggja ára framhaldsnám án þess að vera sérstaklega undir það búin og í því viljum við vinna.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is