Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2006 10:08

Einungis 8% rækjukvótans veiddur á síðasta fiskveiðiári

Á síðasta fiskveiðiári veiddust aðeins 1.037 tonn af úthafsrækju við Ísland. Er það einungis rétt rúm 8% af úthlutuðum aflaheimildum. Þá veiddust einungis 6 tonn af innfjarðarækju á sama tíma. Þetta er minnsti rækjuafli við Ísland í marga áratugi og undirstrikar algjört hrun stofnsins og á síðustu tveimur fiskveiðiárum hafa útgerðir ekki treyst sér til þess að veiða ríflega 25 þúsund tonn af úthafsrækju. Þetta kemur fram í tölum frá Fiskistofu.

 

 

Sem kunnugt er hefur rækjuafli við Ísland minnkað mikið á liðnum árum. Frá því að úthafsrækjuveiðar hófust á áttunda áratug síðustu aldar jókst afli mjög hratt og náði hámarki á fiskveiðiárinu 1995/1996 þegar aflinn var um 65 þúsund tonn. Hámarkið náðu úthlutaðar aflaheimildir fiskveiðiárið 1997/1998 þegar leyfðar voru veiðar á 75 þúsund tonnum af úthafsrækju. Það fiskveiðiár veiddust tæplega 61 þúsund tonn. Síðan hefur afli farið hratt minnkandi og hefur eins og áður sagði aðeins verið brot af ráðlögðum heildarafla Hafrannsóknarstofnunar. Þar ræður afkoma útgerðarinnar. Útgerðarmenn telja veiðarnar ekki lengur borga sig. Aflinn í fyrra var því talsvert minni en eitt öflug rækjuveiðiskip bar að landi þegar best lét í veiðunum.

 

Innfjarðaveiðar á rækju eru heldur ekki svipur hjá sjón. Þær veiðar hafa verið stundaðar frá því fyrir miðja síðustu öld. Mest var veitt fiskveiðiárið 1995/1996 eða tæp 12 þúsund tonn. Nú heyra þær sögunni til.

 

Þessi þróun hefur haft gríðarleg áhrif í þeim sveitarfélögum sem rækjuveiðar og –vinnsla fóru fram sem sést best á því að á síðasta fiskveiðiári var samanlagður rækjuafli við Ísland einungis 1,3% af því sem hann var þegar aflinn var mestur. Ef það magn er umreiknað í krónur má ætla að tekjutap útgerða sé á bilinu 7-10 milljarðar króna á ári en ítrekað skal að þarna er miðað við það ár sem aflinn var mestur. Áætla má að útflutningsverðmæti rækjunnar í þessu dæmi, þegar búið væri að fullvinna hana, gæti verið um 15-18 milljarðar króna á ári.

Þessi þróun hefur komið hart niður á veiðum og vinnslu á rækju. Veiðar hafa nánast lagst af og rækjuvinnslum hefur fækkað mjög. Þær sem ennþá starfa flytja inn hráefni til vinnslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is