Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2006 01:44

Hvalur hf. endurnýjar starfsleyfi sitt í Hvalfirði

Á fundi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands þann 21. júní sl. var samþykkt starfsleyfi fyrir Hval hf. vegna Hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Skessuhorn hefur undanfarið fylgst með umræðum um hvalveiðar og fyrirætlunum forsvarsmanna fyrirtækisins. Fram hefur komið að verði veiðar hafnar að nýju muni aðstaðan í Hvalfirði verða nýtt. Það vekur því upp spurningar um hvort breytingar séu fyrirhugaðar á stefnu Íslendinga í hvalveiðum. Nýverið fór Hvalur 9 í slipp og nú hefur starfsleyfi hvalstöðvarinnar verið endurnýjað. Það er þó tekið fram í starfsleyfinu að það skuli endurskoðað ef breytingar verða á eignarhaldi eða rekstri. Þá segir: „Óheimilt er að hefja starfsemi í fyrirtækinu nema að úttekt hafi áður farið fram.”

 

 

Það er því ljóst að útgáfa starfsleyfisins veitir ekki heimild til þess að starfsemi hefjist á ný í Hvalfirðinum. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. sagði í samtali við Skessuhorn að eingöngu hefði verið um endurnýjun gamals leyfis að ræða. Menn hefðu sótt um leyfi fyrir fjórum árum til að vera klárir ef eitthvað gerðist og það hafi síðan runnið út. Hann segir að ef ákvörðun verði tekin um að hefja hvalveiðar að nýju sé fyrirtækið í startholunum. „Við getum hafið veiðar með litlum fyrirvara ef menn ákveða að fara af stað, þó það þurfi að betrumbæta ýmislegt í hvalstöðinni áður. Það eru öll skilyrði fyrir hendi fyrir veiðum og allir fyrirvarar sem menn gáfu sér á sínum tíma eru horfnir, hvað svo sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins skrifar í sitt blað,” segir Kristján og vísar í leiðara Morgunblaðsins sl. þriðjudag sem mælti gegn hvalveiðum.

 

Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd sem tekin var í hvalstöðinni fyrir nokkru síðan hafa mannvirki nokkuð látið á sjá.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is