Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2006 03:50

Sameining grunnskóla og tónlistarskóla í Stykkishólmi

Í Stykkishólmi hefur undanfarið verið unnið að hugmyndum um sameiningu grunnskólans og tónlistarskólans. Í vor var stofnaður þriggja manna stýrihópur um málið undir stjórn Björns Sverrissonar formanns fræðslunefndar Stykkishólms. Á síðasta fundi fræðslunefndar lagði hann fram tillögur sínar og skipurit yfir þá vinnu sem framundan er. Hefur Anna Kristín Sigurðardóttur verið ráðin sem ráðgjafi að verkefninu, en hún hefur stýrt svipuðum verkefnum í Reykjavík.

 

 

Unnið verður eftir bandarískri hugmyndafræði sem kallast „designed down“ eða hönnun niður á við en samkvæmt henni er horft frá hinu almenna til hins sérstæða. Skipaður verður vinnuhópur, á milli 25-30 manna, til að vinna að málinu. Verður haldinn einn kynningarfundur um verkefnið fyrir hópinn, síðan þrír langir vinnufundir og loks verður niðurstaðan kynnt. Björn Sverrisson sagði í samtali við Skessuhorn að reiknað væri með því að halda kynningarfund fyrir hópinn 29. september og hægt yrði að kynna afrakstur vinnu hans í janúar. Hann segir að töluverð þörf sé á verkefninu og menn sjái hagræðingu í því að sameina skólana. „Grunnskólinn er í tveimur aðskildum húsum hjá okkur í dag og tónlistarskólinn í gamla skólahúsinu. Menn sjái mikla möguleika á því að sameina þetta undir eitt þak, hvort sem það verður í nýju húsnæði eða ekki.“

 

Björn segir að ýmislegt annað annað verði skoðað í þessari vinnu, t.a.m. nýtt húsnæði yfir bóksafn og eins málefni félagsmiðstöðvar. Það komi til greina að þetta muni allt tengjast og verða gert í áföngum, verið sé að stíga fyrsta skrefið inn í þetta hönnunarferli.

Björn segir að þetta vinnuferli bjóði upp á marga möguleika. „Þar sem þetta hefur verið notað er þetta oftar en ekki fyrsta skrefið í vinnu við þá stefnu sem starfrækt verður innan skólanna. Vinnunni lýkur ekki með sameiningu heldur verður haldið áfram innan veggja skólans,“ segir Björn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is