Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2006 07:31

Vaxtarsamningur undirritaður á föstudag

Næstkomandi föstudag verður aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) haldinn í húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Við það tækifæri verður Vaxtarsamningur Vesturlands undirritaður. Vinna við samninginn hefur farið fram undanfarið ár og hefur SSV haft veg og vanda af henni. Vaxtarsamningar eru samkomulag sveitarfélaga og annarra aðila á viðkomandi svæði um uppbyggingu öflugra atvinnugreina eða þeirra sem eiga sér bjarta framtíð. Slíkir samningar hafa verið gerðir á öðrum landsvæðum, m.a. á Eyjafjarðarsvæðinu og á Vestfjörðum.

 

Í samningnum er lögð áhersla á eflingu helstu byggðakjarna s.s. á norðanverðu Snæfellsnesi, í Borgarfirði og á Akranesi. Markmið hans er að efla helstu byggðakjarna svæðisins sem kjarna stjórnsýslu, menntunar, rannsókna og þjónustu, auk þess sem jaðarsvæði verði efld. Séstaklega verði horft til þess að byggja upp frekari aðstöðu fyrir háskólasetur og rannsókna- og vísindastarf til að efla þekkingarkjarna svæðisins.

 

Vaxtarsamningurinn mun gilda frá miðju ári 2006 til ársloka 2009. Reiknað er með að 30-40 milljónum króna verði varið til verkefnisins árlega sem fjármagnað verði af ríki, sveitarfélögum, stofnunum og atvinnulífi. Samningurinn á að festa í sessi til langtíma kraftmikið og skilvirkt starf sem miði að auknum hagvexti, fjölbreytileika atvinnulífs, eflingu sérþekkingar og fjölgunar starfa.

Tillögur eru settar fram um beinar aðgerðir á einstaka sviðum. Tilteknar eru forgangstillögur sem skiptast í fimm flokka. a)Mennta- og rannsóknarklasi; horft verði til háskólanna á Vesturlandi, stofnað verði Þekkingarver Vesturlands og hugað að framhaldsskólunum. b)Menningar- og ferðaþjónustuklasi; komið verði á fót Markaðsstofu ferða- og kynningarmála Vesturlands, horft verði til sérhæfðra safnahringa og Green Globe 21 verkefnisins. c)Sjávarútvegs- og matvælaklasi; horft verði til aukinnar arðsemi hlunninda, samkeppnisstöðu landvinnslunnar og svæðisbundinnar þróunar lífrænnar framleiðslu. d)Iðnaðarklasi; horft verði til starfseminnar á Grundartanga, málmiðnaðs og byggingariðnaðs. e)Tillögur á öðrum sviðum; horft verði til samgöngubóta á milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins, tilraunaverkefnis um safn- og tengivegi, upplýsingatækni og stofnað verði Svæðisútvarps Vesturlands. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir í öllum einstökum tillögum, en nefna má sem dæmi að Markaðsstofa ferða- og kynningarmála er áætluð kosta 57 milljónir og Svæðisútvarp 15 milljónir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is