Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2006 08:32

Sýning um Pourquoi-Pas? opnar í Englendingavík

Næstkomandi laugardag, þann 16. september, verður opnuð sýning í Tjerneshúsi í Englendingavík í Borgarnesi í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá strandi Pourquoi-Pas? Ása S. Harðardóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, hefur haft veg og vanda af sýningunni í náinni samvinnu við áhugamenn um atburðinn, s.s. Svan Steinarsson. Vegna sýningarinnar var munum úr skipinu safnað saman til að gefa sem heilsteyptasta mynd af skipinu og leyndust þeir víða og lánaði Þjóðminjasafn Íslands m.a. gripi. Tjerneshús hefur fengið andlitslyftingu í tilefni sýningarinnar og verið gert upp. Er þetta fyrsta dagskráin sem fram fer í húsinu eftir endurbætur.

 

Dagskráin hefst klukkan 17:00 á ávarpi Páls S. Brynjarsonar, bæjarstjórar Borgarbyggðar. Að því loknu mun Ása opna sýninguna. Svanur Steinarsson, sem hefur m.a. margoft kafað niður að flakinu, flytur þvínæst erindið „Tengsl mín við flak Pourquoi-Pas?“ og að því loknu mun Friðrik Rafnsson, sem þýtt hefur bók um Charcot, flytja erindið „Rannsóknarskipið Pourquoi-Pas?: Rabb um Charcot og skipin hans fjögur sem hétu Pourquoi-Pas?“

 

Að því búnu verður boðið upp á veitingar undir hressandi harmonikkuslögurum, en því næst mun Finnbogi Rögnvaldsson, formaður Byggðaráðs Borgarbyggðar, fjalla um Englendingavík og söguna. Síðasta ávarp dagsins flytur Odile Brelier, sendiráðunautur Frakka, fyrir hönd franska sendiráðsins. Að lokum gefst gestum kostur á að segja eigin sjófara- og ævintýrasögur áður en dagskrá lýkur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is