Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2006 07:33

Minningartónleikar um Geirlaug á fimmtudaginn

Eins og greint var frá í Skessuhorni í liðinni viku er þess nú minnst að 80 ár eru liðin frá fæðingu Geirlaugs K Árnasonar, söngstjóra og organista á Akranesi. Minningartónleikar um Geirlaug verða haldnir í Vinaminni á Akranesi fimmtudaginn 14. september og hefjast þeir klukkan 20. Geirlaugur lést árið 1981, aðeins 54 ára að aldri. Á tónleikunum munu afkomendur Geirlaugs syngja, meðal annars söngkonurnar Laufey G. Geirlaugsdóttir og systurnar Erla Björg og Rannveig Káradætur, en þær eru báðar í söngnámi, Rannveig í Reykjavík en Erla Björg í framhaldsnámi í Salzburg. Píanóleikari verður Árni Heiðar Karlsson.

 

Dagskráin verður fjölbreytt; einsöngur, tvísöngur, flautuleikur og kórlög.

 

Geirlaugur var mjög virkur um árabil í sönglífi Akraness og stjórnaði m.a. Karlakórnum Svanir.  Síðar var hann organisti í Árbæjarkirkju í Reykjavík.

 

Minningarsjóður til styrktar ungu og efnilegu tónlistarfólki á Akranesi hefur verið stofnaður í minningu Geirlaugs og rennur aðgangseyrir tónleikanna sem er kr. 1.000 í sjóðinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is