Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2006 11:12

Allt fer vel – hvers vegna ekki?

Litið um öxl á hörmulegt sjóslys fyrir Mýrum þegar franska skipið Pourqoui pas? fórst fyrir 70 árum síðan

 

Næstkomandi laugardag, þann 16. september, verða liðin 70 ár síðan franska rannsóknarskipið Pourqoui pas? fórst úti fyrir Mýrum. Skipið var Íslendingum að góðu kunnugt, sem og leiðangursstjórinn Dr. Jean-Babtiste Charcot. Hann var einn af virtustu vísindamönnum sinnar kynslóðar og var löngu orðinn heimsfrægur fyrir rannsóknarstörf sín. Dr. Charcot, sem fæddur var árið 1867 í útborg Parísar Neuilly-sur Seine, einbeitti sér í upphafi vísindaferils síns að rannsóknum við Suðurpólinn. Hann fór lengra suður í íshafið á skipi en nokkur hafði farið áður og var í enskumælandi vísindaheiminum nefndur „The Polar Gentleman.“ Hann hafði verið við rannsóknir í Grænlandi á skipi sínu en vegna bilunar tafðist það hér á leið til Kaupmannahafnar.

 

Sú töf reyndist afdrifarík því á leið sinni suður á bóginn hreppti skipið foráttuveður, hraktist af leið og fórst loks á skeri úti af Mýrum. Aðeins einn maður úr áhöfn skipsins lifði.

 

Þess ber að geta, vegna fyrirsagnarinnar hér að ofan að skipið hét eftir uppáhaldsorðtaki Dr. Charcot, en hann var vanur að segja „Allt fer vel – hvers vegna ekki?“ og lét skipið heita eftir seinni hluta þess orðatiltækis „pourqoui pas?“

 

Í Skessuhorni sem kemur út í dag er ítarlega farið yfir atburðinn þegar Pourqoui pas? fórst og jafnframt sagt frá sýningu sem opnuð verður í Englendingavík í Borgarnesi nk. laugardag til að minnast þessa hörmulega sjóslyss fyrir réttum 70 árum síðan.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is