Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2006 04:30

Guðni E. Hallgrímsson open á Bárarvelli um helgina

Golfklúbburinn Vestarr í Grundarfirði heldur mót á Bárarvelli til styrktar Guðna E. Hallgrímssyni í Grundarfirði á laugardaginn. Guðni slasaðist síðastliðið vor er hann vann að fjáröflun fyrir golfklúbbinn og á hann enn í þeim meiðslum. Að sögn Ásgeirs Ragnarssonar formanns Golfklúbbsins Vestarr vill klúbburinn koma til móts við Guðna og hans fjölskyldu með því að halda styrktarmót og mun öll innkoma af mótinu renna til hans þar sem hann hefur verið frá vinnu frá slysinu.

 

 

Leikinn verður texas skramble leikur og ekki eru vinningar á mótinu af verri endanum en  heildarverðmæti þeirra er vel á þriðja hundrað þúsund krónur. Þá munu fyrirtækin Guðmundur Runólfsson ehf. og Soffanías Cecilsson hf. gefa hvort um sig fimm hundruð krónur á hvern þátttakanda í sjóðinn sem til Guðna rennur.

 

Ásgeir sagði í samtali við Skessuhorn að hann vonaðist til þess að fá á bilinu 60 til 70 keppendur á mótið, nú þegar væru rúmlega 30 búnir að skrá sig. Segir hann veðurspá góða fyrir laugardaginn og gott golfveður í kortunum í Grundarfirði. Hvetur Ásgeir sem flesta til að koma og taka þátt í mótinu og sýna Guðna og hans fjölskyldu stuðning.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is